Föstudagur, 6 Mars 2015

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Rjómabúið Erpsstaðir kynnti afurðir sínar í Hörpu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 02. mars 2015 22:46

rjomabuid

Búnaðarþing 2015 hófst um liðna helgi en kjörorð þingsins í ár er "Opinn landbúnaður".  Um helgina gafst almenningi kostur á að heimsækja fjölda bóndabæja í Hörpu og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. 

Landbúnaður er ein mikilvægasta grein sem stunduð er á Íslandi og er undirstaða matvælaframleiðslu.

Í yfirlýsingu bænda á vef Bændablaðsins kemur fram að landsmenn allir eigi landbúnaðinn saman og þess vegna eigi hann að vera aðgengilegur öllum, bændur hafi ekkert að fela.

Ein af þeim fjölmörgu sem kynntu starfsemi sína og framleiðslu í Hörpu um liðna helgi voru hjónin Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir á rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum.

Við stöldruðum við í básnum hjá Þorgrími og áttum við hann stutt spjall.

Síðast uppfært: Mánudagur, 02. mars 2015 23:28
Nánar...
 

erps

Dularfull vera í norðurljósabúningi? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 01. mars 2015 21:14

Dularfull vera í norðurljósabúningi? | Ljósm: Steina Matt

Ljósmyndarann Steinunni Matthíasdóttur eða Steinu Matt þarf vart að kynna fyrir Dalamönnum, en Steina hefur verið dugleg með myndavélarnar sínar í Dölum undanfarin ár.

Landslagsmyndir Steinu og ljósmyndir hennar af fólki bera vott um fagmennsku og gott auga fyrir rétta augnablikinu og rammanum.

Í gær náði Steina afar sérstakri ljósmynd sem hún tók af norðurljósunum sem dönsuðu yfir Búðardal.

Eða voru þetta bara norðurljós?

Var þetta eitthvað annað og meira í búningi norðurljósanna?

Dæmi hver fyrir sig.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 01. mars 2015 21:53
Nánar...
 
Safna fyrir stafrænum lesara Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 21. febrúar 2015 19:01

image 2Sjúkraflutningamenn í Búðardal, með aðstoð Lionsklúbbsins í Búðardal og Búðardalsdeild Rauða kross Íslands, hafa hrundið af stað söfnun fyrir stafrænum lesara fyrir röntgentæki á Heilsugæslustöðina í Búðardal. 

Verðmæti umrædds tækis er um 2,4 milljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt. 

Í sjóði frá fyrri söfnun eru rúmar 700.000 krónur og Lionsklúbburinn hefur lagt til 300.000 í söfnunina.

Nú er leitað til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrki til kaupa á umræddu tæki.   Söfnunarreikningur fyrir tækinu er eftirfarandi: 312-13-110023. Kt: 530586-2359.

Tilkynnt var um upphaf söfnunarinnar á 112 deginum en þá stóðu viðbragðsaðilar saman að opnu húsi í húsnæði Björgunarsveitarinnar Ósk í Búðardal.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 22. febrúar 2015 01:43
Nánar...
 
Söngvari og söngkona ársins Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 20. febrúar 2015 22:56

Elmar Þór og Hanna Dóra | Ljósm: Facebook síða Elmars

Íslensku tónlistarverðlaunin 2015 fóru fram í Silfurbergi í tónlistarhúsinu Hörpu í kvöld en hluti hátíðarinnar var sýndur á RÚV.

Segja má að Dalamenn geti verið stoltir eftir kvöldið þar sem tveir tónelskir Dalamenn hrepptu verðlaun á hátíðinni.

Þetta voru þau Hanna Dóra Sturludóttir sem hlaut titilinn söngkona ársins í flokknum Sígild og samtímatónlist og Elmar Þór Gilbertsson sem hlaut titilinn söngvari ársins í sama flokki.

Síðast uppfært: Laugardagur, 21. febrúar 2015 11:20
Nánar...
 
Ný og glæsileg sjúkrabifreið í Dalabyggð (myndir) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 19. febrúar 2015 21:18

Sjúkraflutningamennirnir Skjöldur Orri (til vinstri) og Eyþór Jón (til hægri) við nýju sjúkrabifreiðina | Ljósm: Eyþór GíslasonSegja má að stór dagur hafi verið í sögu sjúkraflutninga í Dalabyggð í dag þó svo að lítið hafi farið fyrir því þegar sjúkraflutningamenn í Búðardal tóku á móti nýrri og glæsilegri sjúkrabifreið af gerðinni Volkswagen Transporter árgerð 2014.

Þessi nýja sjúkrabifreið leysir af hólmi eldri gerð af Volkswagen Transporter bifreið sem var árgerð 2005 og því orðin 10 ára gömul, en hefur í gegnum árin reynst mjög vel í sjúkraflutningum að sögn sjúkraflutningamanna.

En allt hefur sinn tíma og því kominn tími til að endurnýja.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 19. febrúar 2015 22:10
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is