Fimmtudagur, 28 Ágúst 2014

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Lyngbrekka með mest meðalnyt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 14. ágúst 2014 01:04

Lyngbrekka á Fellsströnd í Dölum | Ljósm: Bára H.Sigurðardóttir

Eins og fram kom á fréttavefnum Skessuhorn í gær var kúabúið að Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum með mest meðalnyt allra kúabúa á Íslandi síðustu 12 mánuði.

Útreiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á þeim búum sem skiluðu inn skýrslum síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 mánuðinn á undan.

Útreiknuð meðalnyt árskúa á Lyngbrekku síðastliðna 12 mánuði var  7.955 kg.  En Lyngbrekkubúið var í öðru sæti í síðasta mánuði. Þessar niðurstöður er að finna í skýrslu nautgriparæktarinnar fyrir júlí 2014 en þessi skýrsla birtist á vef Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 14. ágúst 2014 01:33
Nánar...
 

erps

Bæjarhátíðin "Heim í Búðardal" 2014 (myndband) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 25. júlí 2014 00:37

kassabilarally2014Helgina 11.-13.júlí 2014 var bæjarhátíðin "Heim í Búðardal haldin á vegum Dalabyggðar.

Það voru þau Jón Egill Jóhannsson á Skerðingsstöðum, Rakel M. Hansdóttir í Hlíð og Henný Árnadóttir í Búðardal sem sáu um skipulagningu hátíðarinnar.

Hátíðin fór vel fram, en margir brottfluttir Dalamenn kíktu í heimsókn í sinn gamla heimabæ og hittu gamla félaga og vini.

Allir voru sammála um að hátíðin í ár hafi heppnast mjög vel og er fólki strax farið að hlakka til næstu bæjarhátíðar sem haldin verður árið 2016.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband frá hinum ýmsu sjónarhornum hátíðarinnar í ár.

Síðast uppfært: Föstudagur, 25. júlí 2014 01:44
Nánar...
 
Sturluhátíð 27.júlí 2014 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 23. júlí 2014 23:40

sturlaplaggat

Um næstu helgi verður Sturluhátíð í Dölum en nú eru 800 ár liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritarans mikla. Hátíðin verður haldin á sunnudaginn kemur, 27. júlí að Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalasýslu. 

Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samkoman hefst klukkan 13.30 með setningarávarpi Sveins Pálssonar sveitarstjóra Dalabyggðar. Forsetar Alþingis Einar K. Guðfinnson og norska stórþingsins Olemic Tommessen munu flytja ávörp. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar flytur erindi um arfleifð Sturlu Þórðarsonar og Einar Kárason rithöfundur flytur efni um Sturlu sem hann kallar „Hann vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“ 

Síðast uppfært: Föstudagur, 25. júlí 2014 00:25
Nánar...
 
Sauðfé í skoðunarferð við gamla sláturhúsið Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 16. júlí 2014 20:25

Kindurnar við gamla sláturhúsið | Ljósm: Ívar Atli BrynjólfssonÞó svo Dalabyggð sé landbúnaðarhérað og hvert sem litið sé hér í sveitinni megi sjá sauðfé á beit verður það að teljast heldur sjaldgæft að sjá sauðfé á ferð innanbæjar í Búðardal.

Þessi sauðkind sem náðist á ljósmynd í dag ásamt tveimur lömbum sínum hefur hins vegar ákveðið að kíkja í bæjarferð og skoða sig um.  En þegar Ívar Atli Brynjólfsson var á ferðinni í Búðardal síðdegis náði hann meðfylgjandi ljósmynd af kindinni og lömbum hennar þar sem þau voru að skoða gamla sláturhúsið í Búðardal sem nú hýsir starfssemi Sæfrost ehf.

Ekki er vitað hver eigandi sauðfjárins er og ekkert hefur heyrst frekar af ferðum þessarar fjölskyldu en hún sást síðast á Sunnubraut í Búðardal.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 16. júlí 2014 20:51
Nánar...
 
Samstaða og góðvild fyrir litla bæjarhátíð Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 09. júlí 2014 19:46

Veltibíllinn | Ljósmynd af vef BFÖ www.brautin.isEins og auglýst hefur verið síðustu daga og flestir vita þá fer fram bæjarhátíðin "Heim í Búðardal" um næstu helgi, dagana 11.-13.júlí. Þrír sjálfboðaliðar hafa staðið að undirbúningi hátíðarinnar í nafni Dalabyggðar að undanförnu og unnið að því að búa til viðburði og dagskrá fyrir helgina.

Ein af þeim hugmyndum sem upp komu þegar hátíðin var í skipulagninu var að fá hinn svokallaða veltibíl frá Brautinni eða Bindindisfélagi Ökumanna (BFÖ).  Illa gekk að finna styrktaraðila fyrir veltibílinn en samband var haft við nokkur stórfyrirtæki sem vildu ekki styrkja komu bílsins og því voru aðstandendur hátíðarinnar búnir að blása komu veltibílsins af.  

Einn þeirra sem stóð að því að reyna að fá veltibílinn á svæðið ákvað að setja færslu á Facebook síðu sína um að ekki hefði gengið að finna styrktaraðila og var þeirri spurningu varpað fram hvort fólk vissi um einhver fyrirtæki sem væru reiðubúin að hjálpa til við að fá veltibílinn á svæðið.

Það er skemmst frá því að segja að eftir að nokkrir einstaklingar skrifuðu við færsluna byrjaði boltinn að rúlla. Fólk skrifaði inn færslur og bauðst til að borga 5.000 krónur og sumir meira að segja 10.000 krónur. Svo fór að aðstandendur veltibílsins hjá BFÖ fengu fregnir af söfnuninni og lækkuðu þeir gjaldið á bílnum um 15.000 krónur og er þeim þakkað sérstaklega fyrir það.

Allt þetta og þá sérstaklega fyrir góðvild nokkurra einstaklinga varð til þess að veltibíllinn mun mæta á bæjarhátíðina og auka þar með fjölbreytni dagskrárinnar á hátíðinni.

Þessi samtakamáttur og góðvild er til eftirbreytni.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 09. júlí 2014 20:29
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is