Miðvikudagur, 23 Júlí 2014

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Sauðfé í skoðunarferð við gamla sláturhúsið Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 16. júlí 2014 20:25

Kindurnar við gamla sláturhúsið | Ljósm: Ívar Atli BrynjólfssonÞó svo Dalabyggð sé landbúnaðarhérað og hvert sem litið sé hér í sveitinni megi sjá sauðfé á beit verður það að teljast heldur sjaldgæft að sjá sauðfé á ferð innanbæjar í Búðardal.

Þessi sauðkind sem náðist á ljósmynd í dag ásamt tveimur lömbum sínum hefur hins vegar ákveðið að kíkja í bæjarferð og skoða sig um.  En þegar Ívar Atli Brynjólfsson var á ferðinni í Búðardal síðdegis náði hann meðfylgjandi ljósmynd af kindinni og lömbum hennar þar sem þau voru að skoða gamla sláturhúsið í Búðardal sem nú hýsir starfssemi Sæfrost ehf.

Ekki er vitað hver eigandi sauðfjárins er og ekkert hefur heyrst frekar af ferðum þessarar fjölskyldu en hún sást síðast á Sunnubraut í Búðardal.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 16. júlí 2014 20:51
Nánar...
 

erps

Samstaða og góðvild fyrir litla bæjarhátíð Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 09. júlí 2014 19:46

Veltibíllinn | Ljósmynd af vef BFÖ www.brautin.isEins og auglýst hefur verið síðustu daga og flestir vita þá fer fram bæjarhátíðin "Heim í Búðardal" um næstu helgi, dagana 11.-13.júlí. Þrír sjálfboðaliðar hafa staðið að undirbúningi hátíðarinnar í nafni Dalabyggðar að undanförnu og unnið að því að búa til viðburði og dagskrá fyrir helgina.

Ein af þeim hugmyndum sem upp komu þegar hátíðin var í skipulagninu var að fá hinn svokallaða veltibíl frá Brautinni eða Bindindisfélagi Ökumanna (BFÖ).  Illa gekk að finna styrktaraðila fyrir veltibílinn en samband var haft við nokkur stórfyrirtæki sem vildu ekki styrkja komu bílsins og því voru aðstandendur hátíðarinnar búnir að blása komu veltibílsins af.  

Einn þeirra sem stóð að því að reyna að fá veltibílinn á svæðið ákvað að setja færslu á Facebook síðu sína um að ekki hefði gengið að finna styrktaraðila og var þeirri spurningu varpað fram hvort fólk vissi um einhver fyrirtæki sem væru reiðubúin að hjálpa til við að fá veltibílinn á svæðið.

Það er skemmst frá því að segja að eftir að nokkrir einstaklingar skrifuðu við færsluna byrjaði boltinn að rúlla. Fólk skrifaði inn færslur og bauðst til að borga 5.000 krónur og sumir meira að segja 10.000 krónur. Svo fór að aðstandendur veltibílsins hjá BFÖ fengu fregnir af söfnuninni og lækkuðu þeir gjaldið á bílnum um 15.000 krónur og er þeim þakkað sérstaklega fyrir það.

Allt þetta og þá sérstaklega fyrir góðvild nokkurra einstaklinga varð til þess að veltibíllinn mun mæta á bæjarhátíðina og auka þar með fjölbreytni dagskrárinnar á hátíðinni.

Þessi samtakamáttur og góðvild er til eftirbreytni.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 09. júlí 2014 20:29
Nánar...
 
Bæjarhátíðin "Heim í Búðardal" 2014 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 07. júlí 2014 22:53

Þessir voru fyrir utan hjá Fanneyju og Binna í Bakkahvamminum alla bæjarhátíðarhelgina árið 2012 | Ljósm: Steina MattBæjarhátíðin "Heim í Búðardal" fer fram helgina 11.-13.júlí næstkomandi.

Hátíðin í ár verður með svipuðu sniði og árið 2012 og byggist upp á þátttöku heimamanna og annarra velunnara. Fjölmargt verður í boði fyrir unga sem aldna alla helgina.

Meðal annars bjóða nokkrir heimamenn fólki að kíkja við í kjötsúpu á föstudagskvöldinu en þá verður einnig hátíðarstemning hjá MS í Búðardal í tilefni af 50 ára starfsafmæli stöðvarinnar.

Þá verða fjölskyldutónleikar við Leifsbúð á föstudagskvöldið.

Aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að prófa þá nýbreytni að bjóða til morgunverðar á laugardagsmorgninum í Dalabúð en morgunverðurinn er í boði Samkaupa, Brauðvals á Akranesi, Rjómabúsins á Erpsstöðum, Vífilfells, Sölufélags Garðyrkjumanna og Mjólkursamsölunnar á meðan birgðir endast. Vonandi verður þessi sameiginlegi morgunverður góð byrjun á góðri helgi.

Viðhengi:
Download this file (Dagskrá.pdf)Dagskrá
Síðast uppfært: Þriðjudagur, 08. júlí 2014 09:08
Nánar...
 
Ferðamenn fengu sér sundsprett í Hvammsfirði Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 22. júní 2014 22:50

Ferðamenn fengu sér sundsprett í Hvammsfirði | Ljósm: Freyja ÓlafsdóttirÞessum erlendu ferðamönnum sem meðfylgjandi ljósmyndir náðust af hefur þótt hitinn af kvöldsólinni í Dölunum vera "of mikið af því góða" en þeir köstuðu sér til sunds í Hvammsfirðinum nú fyrr í kvöld.

Af orðum þeirra að dæma sem ljósmyndari heyrði  þá segja, þá þótti þeim sundferðin góð en annar þeirra heyrðist segja á ensku "This is very nice" eða "þetta er mjög gott".

Ekki er hægt að segja að Hvammsfjörðurinn hafi verið vinsæll sundstaður í gegnum tíðina eða sjósund stundað þar en þó hefur það gerst að ungir krakkar hafi stungið sér í sjóinn á mjög góðum sumardögum.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 22. júní 2014 23:10
Nánar...
 
Fimm ættliðir í beinan kvenlegg Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 21. júní 2014 19:09

Skírn Bríetar - Fimm ættliðir | Ljósm: Eyjólfur SturlaugssonÞann 18. maí síðastliðinn var skírð í Hjarðarholtskirkju Bríet Erna Sturlaugssdóttir en hún er dóttir Anítu Rúnar Harðardóttur og Sturlaugs Eyjólfssonar.  Bríet litla er fimmti ættliðurinn í beinan kvenlegg í fjölskyldunni og var við það tilefni tekin meðfylgjandi ljósmynd.

Ættliðirnir fimm í aldursröð eru:

Sveinbjörg Ólöf Sigurðardóttir langalanga amma
Fædd : 7. Nóvember 1930.  Búsett á Sámsstöðum

Jófríður Anna Eyjólfsdóttir langamma
Fædd : 28. Desember 1953.  Búsett á Sámsstöðum

Síðast uppfært: Sunnudagur, 22. júní 2014 18:33
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is