Mánudagur, 1 September 2014

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Syngdu mig heim Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 29. ágúst 2014 11:09

jonfrSöngskemmtun á Hvammstanga í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum

Á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns frá Ljárskógum, skáldsins og söngvarans þjóðkunna. Í tilefni þess verður haldin vegleg söngskemmtun í Félagsheimilinu Hvammstanga föstudaginn 29. ágúst kl. 20:30.

Að tónleikunum stendur einvala lið tónlistarmanna sem flytur mörg þekktustu söngljóð skáldsins, þar á meðal nokkur lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg og heyrast nú í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta skipti í 70 ár. Atriðin eru af ýmsum toga,  einsöngur, dúettar, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins.
Þetta er í þriðja sinn sem þessi söngdagskrá er flutt en hún var fyrst flutt á hátíðartónleikum í Vídalínskirkju í Garðabæ 26. mars síðastliðinn. Þar ríkti einstök stemmning og var troðfullt út úr dyrum og er áætlað að tæplega þúsund manns hafi sótt skemtunina. Morgunblaðið flutti fregnir af tónleikunum nokkru síðar og sagði þá bæði „glæsilega“ og „vel heppnaða í alla staði“. Í blaði Morgunblaðsins segir jafnframt: „Var þétt setið á hverjum bekk og komust mun færri að en vildu.“

Síðast uppfært: Föstudagur, 29. ágúst 2014 11:11
Nánar...
 

erps

Lyngbrekka með mest meðalnyt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 14. ágúst 2014 01:04

Lyngbrekka á Fellsströnd í Dölum | Ljósm: Bára H.Sigurðardóttir

Eins og fram kom á fréttavefnum Skessuhorn í gær var kúabúið að Lyngbrekku á Fellsströnd í Dölum með mest meðalnyt allra kúabúa á Íslandi síðustu 12 mánuði.

Útreiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á þeim búum sem skiluðu inn skýrslum síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 mánuðinn á undan.

Útreiknuð meðalnyt árskúa á Lyngbrekku síðastliðna 12 mánuði var  7.955 kg.  En Lyngbrekkubúið var í öðru sæti í síðasta mánuði. Þessar niðurstöður er að finna í skýrslu nautgriparæktarinnar fyrir júlí 2014 en þessi skýrsla birtist á vef Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 14. ágúst 2014 01:33
Nánar...
 
Bæjarhátíðin "Heim í Búðardal" 2014 (myndband) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 25. júlí 2014 00:37

kassabilarally2014Helgina 11.-13.júlí 2014 var bæjarhátíðin "Heim í Búðardal haldin á vegum Dalabyggðar.

Það voru þau Jón Egill Jóhannsson á Skerðingsstöðum, Rakel M. Hansdóttir í Hlíð og Henný Árnadóttir í Búðardal sem sáu um skipulagningu hátíðarinnar.

Hátíðin fór vel fram, en margir brottfluttir Dalamenn kíktu í heimsókn í sinn gamla heimabæ og hittu gamla félaga og vini.

Allir voru sammála um að hátíðin í ár hafi heppnast mjög vel og er fólki strax farið að hlakka til næstu bæjarhátíðar sem haldin verður árið 2016.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband frá hinum ýmsu sjónarhornum hátíðarinnar í ár.

Síðast uppfært: Föstudagur, 25. júlí 2014 01:44
Nánar...
 
Sturluhátíð 27.júlí 2014 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 23. júlí 2014 23:40

sturlaplaggat

Um næstu helgi verður Sturluhátíð í Dölum en nú eru 800 ár liðin frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritarans mikla. Hátíðin verður haldin á sunnudaginn kemur, 27. júlí að Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalasýslu. 

Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samkoman hefst klukkan 13.30 með setningarávarpi Sveins Pálssonar sveitarstjóra Dalabyggðar. Forsetar Alþingis Einar K. Guðfinnson og norska stórþingsins Olemic Tommessen munu flytja ávörp. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar flytur erindi um arfleifð Sturlu Þórðarsonar og Einar Kárason rithöfundur flytur efni um Sturlu sem hann kallar „Hann vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“ 

Síðast uppfært: Föstudagur, 25. júlí 2014 00:25
Nánar...
 
Sauðfé í skoðunarferð við gamla sláturhúsið Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 16. júlí 2014 20:25

Kindurnar við gamla sláturhúsið | Ljósm: Ívar Atli BrynjólfssonÞó svo Dalabyggð sé landbúnaðarhérað og hvert sem litið sé hér í sveitinni megi sjá sauðfé á beit verður það að teljast heldur sjaldgæft að sjá sauðfé á ferð innanbæjar í Búðardal.

Þessi sauðkind sem náðist á ljósmynd í dag ásamt tveimur lömbum sínum hefur hins vegar ákveðið að kíkja í bæjarferð og skoða sig um.  En þegar Ívar Atli Brynjólfsson var á ferðinni í Búðardal síðdegis náði hann meðfylgjandi ljósmynd af kindinni og lömbum hennar þar sem þau voru að skoða gamla sláturhúsið í Búðardal sem nú hýsir starfssemi Sæfrost ehf.

Ekki er vitað hver eigandi sauðfjárins er og ekkert hefur heyrst frekar af ferðum þessarar fjölskyldu en hún sást síðast á Sunnubraut í Búðardal.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 16. júlí 2014 20:51
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is