Föstudagur, 30 Janúar 2015

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Óveður og rafmagnsleysi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 25. janúar 2015 18:33

Rafmagnsleysi í Dölum | Ljósm:Búðardalur.isÓveður hefur verið í Dölum í dag líkt og á öðrum stöðum á landinu. Þá var Bröttubrekku og Laxárdalsheiði lokað sökum ófærðar.

Rafmagn fór af aðveitustöðinni á Glerárskógaklifi rétt fyrir klukkan sex í kvöld og er því rafmagnslaust í Dalabyggð, en þetta kemur fram í tilkynningu frá RARIK.

Þá kemur fram að internet, sjónvarps og útvarpsnotendur geti fundið fyrir sambandsleysi samkvæmt upplýsingum frá Vodafone.

Þá er ekki hægt að komast inná vefmyndavél Búðardalur.is vegna rafmagnsleysis.

 

Ef þú átt myndir úr Dölunum í dag, sendu okkur þær endilega á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 25. janúar 2015 18:55
Nánar...
 

erps

Upprifjun frá liðnu þorrablóti Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 19. janúar 2015 23:01
Hemmi Gunn og Raggi Bjarna 2013Þorrablót Laxdælinga í Dalabúð hafa löngum þótt góð skemmtun og hróður þeirra borist oft og tíðum langt út fyrir hérað.
Þarf ekki að tíunda allar þær kræsingar sem jafnan eru á svignum borðum og drykkjarföng af ýmsum uppruna sem væta hvurja kverk -heldur eru skemmtiatriðin héðan og þaðan,aðsend og heimasmíðuð,venjubundin og óvænt, vægin og óvægin, hnyttin og broslega kauðsk, grætileg og grátbrosleg.
 
Það er með öðrum orðum allra veðra von í skemmtanahaldinu. Fyrir 2 árum voru þeir Sigurður Sigurbjörnsson og Þorgeir Ástvaldsson veislustjórar á þorrablótinu og fengu með aðstoð tækninnar kveðju að sunnan og vestan. Til hliðar við sviðið á stórum skjá, birtust tveir gleðisveinar -báðir þjóðkunnir fyrir söng grín og gleði. Um áratuga skeið þvældust þeir um landið til að skemmta en vissu aldrei í raun hvert ferð var heitið. Það gerir ekkert til segja þeir -bara ef maður hittir á rétta gleðskapinn eða ballið.
Síðast uppfært: Mánudagur, 19. janúar 2015 23:21
Nánar...
 
Þorrablót Laxdæla 2015 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 18. janúar 2015 22:22

Frá þorrablóti Laxdæla árið 2013Hið árlega þorrablót Laxdæla verður haldið í Dalabúð laugardaginn 24.janúar næstkomandi.

Húsið opnar kl.19:30 og borðhald hefst kl.20:00. Að þessu sinni verður það Pálmi Jóhannsson í Dalakoti og hans starfslið sem mun sjá um veitingarnar.

Skemmtiatriðin verða á sínum stað í boði þorrablótsnefndar en að loknum skemmtiatriðum og borðhaldi tekur við dansleikur fram á nótt. Hljómsveitin Skógarpúkarnir munu sjá um að halda uppi stuðinu.

Frestur til að panta miða á blótið rann út þann 16.janúar en til að kanna með miða má senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  eða hringja í 8691402.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 18. janúar 2015 22:40
Nánar...
 
Mikilvægt er að tengja Dalina sem fyrst Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 09. janúar 2015 22:46

toggihalli

Ljósleiðaravæðingu hefur verið hrundið af stað hér á landi og er það vel .Þetta ætlunarverk ríkisstjórnarinnar sem kynnt var til sögunnar um sl.áramót má reyndar hiklaust flokka undir átaksverkefni því áætlaður tími til verkanna er aðeins 5 ár og skal ná til allra landshorna.

Á síðasta ári skipaði innanríkisráðherra nefnd sem skildi leggja línurnar í flóknu verki og gera áætlun um tilhögun og framgang verkefnisins. Samþætta þarf fjarskiptakerfi þau sem fyrir eru á hverjum stað og tengja ljósleiðaranum þar sem það á við. 

 Formaðurinn er Haraldur Benediktsson þingmaður og bóndi, sem kynnt hefur störf nefndarinnar undanfarið og búið er að veita 300 milljónum í verkefnið.Ljóst er að mikill áhugi er á þessum málum hjá mörgum sveitarfélögum og viljinn er einskær að það verði gengið rösklega til verks.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 21. janúar 2015 23:57
Nánar...
 
Nýárskveðja frá Búðardalur.is Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 01. janúar 2015 23:38

Áramótakveðja

Búðardalur.is óskar Dalamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir innlitið á liðnu ári.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Búðardalur.is en nú í janúar er stefnt að því að búið verið að klára nýtt útlit á vefnum sem á að verða mun aðgengilegra og einfaldara. Þá mun vefurinn aðlaga sig að öllum snjalltækjum svo sem farsímum og spjaldtölvum. Búðardalur.is mun verða á Twitter, Instagram, Vimeo og Facebook.

Þá er stefnt að því að vefurinn verði uppfærður oftar með nýju efni og nýjum fréttum eftir því sem við á.

Við leitum að áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á því að skrifa á vefinn um eitthvað sem tengist Dölunum á einhvern hátt.  Skrifin geta verið um hvað sem er, en dæmi um þetta væri, blogg, skrif um gamlar ljósmyndir, skrif um samfélagið, skrif um búskap, skrif um atvinnumál og samgöngur eða bara upprifjun gamala tíma svo eitthvað sé nefnt.

Á árinu 2014 fengum við 74.508 heimsóknir á vefinn sem er örlítið færri en árið 2013 en þá voru þær 80.055. 

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 01. janúar 2015 23:58
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is