Miðvikudagur, 1 Júlí 2015

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Andlát: Guðríður Guðbrandsdóttir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 27. júní 2015 01:54

Dalakonan Guðríður Guðbrandsdóttir, sem hefur verið elst núlifandi Íslendinga síðan í ágúst árið 2011, lést að morgni 25.júní síðastliðinn, 109 ára og 33 daga gömul.

Þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri líkt og Guðríður. Guðríður var ein ellefu systkina og var sjötta í systkinaröðinni. 

Guðríður var fædd að Spágilsstöðum í Laxárdal og bjó um áratugaskeið í Búðardal eða til þrítugs, en þá hún flutti til Reykjavíkur.

Foreldrar Guðríðar voru Guðbrandur Jónsson bóndi og Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir. Guðríður var sjötta í röðinni í hópi 11 systkyna.

Eiginmaður Guðríðar var Þorsteinn Jóhannsson verslunarmaður en árið 1952 fluttust þau úr Búðardal suður til höfuðborgarinnar.
Síðast uppfært: Laugardagur, 27. júní 2015 03:03
Nánar...
 

erps

Pétur Jóhann ánægður með viðtökurnar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 15. júní 2015 02:37

peturjohann

Pétur Jóhann Sigfússon kom með sýingu sýna Pétur Jóhann óheflaður í Búðardal þann 11.júní síðastliðinn.

Dalamenn fjölmenntu á sýningu Péturs sem upphaflega átti að vera í Dalakoti en var færð yfir í Dalabúð vegna fjölda gesta en um það bil 90 gestir komu og sáu Pétur jóhann óheflaðann.

Við tókum Pétur tali rétt eftir að hann steig niður af sviðinu í Dalabúð.

Síðast uppfært: Mánudagur, 15. júní 2015 02:41
Nánar...
 
Viðtal við Eyþór Inga Jónsson frá Sælingsdalstungu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 09. júní 2015 00:51

Eyþór Ingi Jónsson | Búðardalur.isEyþór Ingi jónsson er einn af þessum frábæru sonum, sonum Dalanna.

Eyþór Ingi er fæddur og uppalinn í Dalasýslu og bjó í Hvammssveit á bænum Miðgarði sem síðar var breytt í Sælingsdalstungu.  Eyþór Ingi bjó í Dölunum til 17 ára aldurs. Hann er sonur hjónanna Jóns Jóels Benediktssonar og Guðrúnar Júlíönu Ingvarsdóttur.

Í æsku var mikil tónlist á heimili Eyþórs en Jón faðir hans er öflugur orgel og harmonikuleikari og spilar Jón í dag með harmonikusveitinni Nikkólínu í Dalasýslu. Hrafnhildur Blomsterberg var einn af fyrstu tónlistarkennurum Eyþórs en hún kenndi honum fyrst á blokkflautu en Eyþóri langaði sjálfum sem ungum dreng að verða saxófónelikari.

Eyþór lærði hjá Kjartani Eggertssyni og Ragnari Inga Aðalsteinssyni tónlistarkennurum á sínum tíma og segist Eyþór einnig eiga Halldóri Þórðarsyni frá Breiðabólsstað á Fellsströnd mikið að þakka varðandi tónlistarkennsluna.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 09. júní 2015 21:11
Nánar...
 
Snjóbarinn eftir hefðbundið útkall í júní Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 08. júní 2015 22:57

KM-Þjónustan dráttarbíll | Ljósm: Búðardalur.isÞær voru heldur betur óvenjulegar aðstæðurnar sem Hjörtur V.Jörundsson starfsmaður KM-Þjónustunnar í Búðardal lenti í fyrr í kvöld þegar hann var sendur upp á Steingrímsfjarðarheiði til þess að sækja fólksbifreið sem þar hafði verið ekið útaf.

Í samtali við Hjört sagði hann að veðrið hefði verið mjög slæmt þarna uppi líkt og um hávetur.  "Þetta var bara versta hríðarveður og í verstu hviðunum átti maður mjög erfitt með að athafna sig þar sem ísnálarnar börðu andlitið"

Hjörtur sagði fleiri ökumenn hafa verið í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði í kvöld og bifreiðin sem hann hafi sótt hafi ekki verið sú eina sem hafi verið utan vegar.

Meðfylgjandi ljósmynd er úr vefmyndavél okkar í Búðardal en þar sést bílaflutningabifreið KM-Þjónustunnar með umrædda bifreið á pallinum.

Þá eru hér fyrir neðan ljósmyndir úr vefmyndavélum Vegagerðarinnar sem sýna aðstæður á Steingrímsfjarðarheiði í kvöld.

Ekki margt sem minnir á júní á þessum myndum.

Síðast uppfært: Mánudagur, 08. júní 2015 23:27
Nánar...
 
Pétur Jóhann - óheflaður í Búðardal (Viðtal) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 03. júní 2015 20:51

Pétur Jóhann Sigfússon | Ljósm: Búðardalur.is
Hinn eini sanni Pétur Jóhann Sigfússon ætlar að skella sér í Búðardal með sýninguna sína "Pétur Jóhann óheflaður" fimmtudagskvöldið 11. júní næstkomandi.

Það er ekki á hverjum degi sem að þessi fáránlega fyndni og prýðisgóði piltur er með uppistand öllum opið og hvað þá í Búðardal.


Pétur er eins og alþjóð veit gríðarlega skemmtilegur og eftirsóttur uppistandari og þar að auki hefur hann unnið marga og stóra sigra í kvikmyndum og sjónvarpi.

Sýningin PÉTUR JÓHANN ÓHEFLAÐUR er tveggja klukkustunda uppistandssýning samin af Pétri sjálfum. Síðustu mánuði hefur hann flakkað um Ísland með þessa sýningu og fyllt hvert húsið á fætur öðru. 

Forsala miða verður í Dalakoti og hefst miðvikudaginn 3. júní. 

2.900 í forsölu // 3.900 við hurð. 

16 ára aldurstakmark er á sýninguna. 

Húsið opnar klukkan 20:00 en skynsamlegt er að mæta snemma til að ná góðum sætum.

Taktu kvöldið frá og græjaðu frí í vinnunni fram að jólum. Harðsperrur í maga munu orsaka fjarveru þína.

Við tókum stutt spjall við Pétur Jóhann varðandi komu hans í Búðardal.

Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 03. júní 2015 21:30
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is