Miðvikudagur, 2 Desember 2015

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Opið hús í Þrándargili - Laxá í Dölum Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 28. nóvember 2015 01:20

Screen Shot 2015-11-28 at 01.20.49

í tilefni 80 ára afmlæis veiðifélags Laxdæla verður opið hús í veiðihúsinu Þrándargili laugardaginn 28.nóvember næstkokmandi frá klukkan 13-17.

Léttar veitingar í boði.

Allri velkomnir.

Stjórn Veiðifélags Laxdæla

 

erps

Leikbræður - 20 laga hljómdiskur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 26. október 2015 17:07
leikbraedur1
Fyrir 70 árum var söngkvartettinn Leikbræður stofnaður. Það var í ferð Breiðfirðingakórsins um Breiðafjörð á Jónsmessunótt 1945.Þrir þeirra voru Dalamenn, þeir Ástvaldur Magnússon (f.1921) og Torfi Magnússon (f.1919) frá Fremri-Brekku í Saurbæ og Friðjón Þórðarson frá Breiðabólsstað á Fellsströnd en Gunnar Einarsson(f.1926) var Reykvíkingur,yngstur þeirra fjögurra.Leikbræður áttu farsælan söngferil næstu 10 ár og nutu handleiðslu þekktra tónlistarmanna þessa tíma svo sem Carl Billich sem einng hafði æft hinn fræga MA-kvartett sem einnig hafði Dalamann innanborðs eða Jón frá Ljárskógum.
 
Allir voru þeir Leikbræður gæddir fallegum náttúrurödum sem féllu afar vel saman en að auki var einn þeirra Friðjón ljómandi hagmæltur.Orti hann og þýddi marga teksta við lög kvartettsins.Hróður þeirra barst víða um land á sínum tíma,þeir komu víða fram á skemmtunum,héldu sjálfstæða konserta og fengu jafnan lofsamlega dóma.Alls voru gefin gefin út á hljómplötum 6 lög meðan þeir störfuðu og miklu síðar safnaði Svavar Gests upptökum kvartettsins saman og gaf út 13 laga hlljómplötu árið 1977.
Síðast uppfært: Mánudagur, 26. október 2015 17:27
Nánar...
 
Vinur minn missti vitið - Ný ljóðabók Björns St.Guðmundssonar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 26. október 2015 16:34
bjornstgudmundsson
Dalaskáldið Björn Stefán Guðmundsson hefur gefið út nýja ljóðabók og ber hún heitið Vinur minn missti vitið. Þetta er önnur ljóðabók Björns en sú fyrsta ber heitið Sæll dagur.Björn er löngu þekktur fyrir ljóðagerð sína og kveðskap og hafa allmörg ljóðin hans birst í blöðum ,tímaritum og á hljómdiskum.Efni ljóða bókarinnar nýju eru sem fyrr sótt til æskustöðvanna á Skarðsströnd,heimaslóðanna í Búðardal,náttúruna og þess samfélags í Dölum sem Björn hefur lifað og hrærst í.
Síðast uppfært: Mánudagur, 26. október 2015 17:07
Nánar...
 
Laxá stendur undir nafni (myndband) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 12. september 2015 01:19

laxaidolum

Segja má að Laxá í Dölum standi vel undir nafni þessa dagana því áin mun vera full af Laxi og veiðist vel.

Veiðin í ánni nú er komin í um 1.300 laxa og hafa verið góðar göngur í hana að undarförnu.
Svo virðist sem toppnum hafi því enn ekki verið náð og því muni þeir sem eiga daga í Laxá framundan reikna
með að verða talsvert varir við nýgengin lax í ánni. Þetta er haft eftir vefmiðlinum Vísir.is.

Á dögunum var Kjartan Arnfinnsson við veiðar í ánni og náði hann frábærum myndum af laxi í ánni en þetta myndband var tekið í Mjóhyl. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Síðast uppfært: Laugardagur, 12. september 2015 02:26
Nánar...
 
Vefmyndavélin í Búðardal komin í lag Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 27. ágúst 2015 14:48

vefm

Líkt og margir hafa tekið eftir hefur vefmyndavélin okkar í Búðardal legið niðri í nokkurn tíma.

Ástæðan var bilun í tengingu sem nú hefur verið lagfærð.

Kíktu í vefmyndavélina hér.

Síðast uppfært: Föstudagur, 28. ágúst 2015 17:30
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is