Miðvikudagur, 23 Apríl 2014

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Söfnuðu fyrir hjartahnoðtæki með tombólu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 21. apríl 2014 20:25

Skjöldur og Eyþór taka við peningagjöf frá Þórdísi Ösp, Hafdísi Ingu og Eddu Líf | Ljósm: Carolin Baare-SchmidtÞað má með sanni segja að vel hafi verið tekið í söfnun sjúkraflutningamanna í Búðardal fyrir sjálfvirka hjartahnoðtækinu Lúkasi.

Félagasamtök og stofnanir hafa lagt söfnuninni lið ásamt einstaklingum, ungum sem öldnum.

Nú á dögunum barst sjúkraflutningamönnum góð viðbót í söfnunina þegar þær stöllur Þórdís Ösp, Hafdís Inga og Edda Líf sem allar eru 10 ára gamlar héldu tombólu og gáfu afraksturinn til söfnunarinnar eða alls 5.000 krónur.

Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá þær vinkonur afhenda þeim Skildi Orra Skjaldarsyni og Eyþóri Jóni Gíslasyni sjúkraflutningamönnum peningagjöfina.

Fallegt og göfugt framtak hjá þessum flottu vinkonum.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hægt er að leggja inn á eftirfarandi reikning: 

0312-13-110023 og kennitalan 530586-2359.

Reikningurinn er í eigu Lionsklúbbsins í Búðardal sem heldur utan um söfnunarféð.

Síðast uppfært: Mánudagur, 21. apríl 2014 22:42
Nánar...
 

erps

Þyrla flaug til móts við sjúkrabifreið Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 20. apríl 2014 16:39

Þyrla Landhelgisgæslunnar | Ljósm: www.lhg.isÞyrla Landhelgisgæslunnar flaug í dag til móts við sjúkrabifreið úr Búðardal vegna bráðaveikinda.

Sjúkrabifreið var kölluð til skömmu fyrir hádegi í morgun vegna bráðaveikinda sem upp komu í sumarbústað á Skógarströnd.

Læknir í Búðardal mat ástand sjúklings þannig að ákveðið var að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við sjúkrabifreiðina og tók þyrlan sjúklinginn upp í þyrluna við félagsheimilið Lyngbrekku á Mýrum.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan sjúklingsins á þessari stundu.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 20. apríl 2014 16:59
Nánar...
 
Leifsbúð í Búðardal opnar á ný Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 17. apríl 2014 22:04

leifsbudSíðastliðinn laugardag 12.apríl var opnunarhátíð í Leifsbúð í Búðardal en það voru þær Valdís Gunnarsdóttir og Ásdís Kr.Melsted sem buðu til opnunarinnar en þær eru nýju rekstraraðilar menningar og kaffihússins Leifsbúðar.

Þær Valdís og Ásdís tóku við rekstrinum af Skagfirðingnum Freyju Ólafsdóttur sem meðal annars rak Leifsbúð í fjögur ár en hún hlaut einnig titilinn Dalamaður ársins árið 2012 hér á Búðardalur.is.

Leifsbúð er staðsett við smábátabryggjuna í Búðardal eða við hliðina á gamla sláturhúsinu í Búðardal. Leifsbúð er yfir 100 ára gamalt hús en þar hefur ýmis starfsemi verið í gegnum tíðina en lengst af var þar Kaupfélag Hvammsfjarðar enda húsið ennþá kallað gamla Kaupfélagið af heimafólki.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 17. apríl 2014 23:55
Nánar...
 
Orðlausir yfir veglegri peningagjöf Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 09. apríl 2014 13:35

Kvenfélagskonur, sjúkraflutningamenn og starfsmfólk HVE í Búðardal. | Ljósm: Búðardalur.isEins og greint hefur verið frá hér á vefnum standa sjúkraflutningamenn í Búðardal fyrir söfnun á sjálfvirku hjartahnoðtæki sem nefnist Lúkas.

Umrætt tæki kostar í innkaupum um tvær og hálfa milljón króna. Söfnunin er nýlega hafin en hún er gerð með aðstoð Lionsklúbbs Búðardals sem heldur utan um fjárframlög til söfnunarinnar.  

Það var svo í gær að kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Fjóla í Miðdölum óskuðu eftir því að fá að hitta sjúkraflutningamenn í Búðardal í hádeginu í dag.

Kvenfélagskonur mættu síðan á Heilsugæslustöðina klukkan tólf og afhentu þær fulltrúum sjúkraflutningamanna veglega peningagjöf til söfnunarinnar.

Upphæðin sem Kvenfélagið Fjóla gaf er ein milljón og fimmhundruð þúsund krónur og er þetta stærsta einstaka peningagjöfin sem Fjóla hefur gefið frá upphafi.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 09. apríl 2014 17:12
Nánar...
 
Sjúkraflutningamenn í Búðardal safna fyrir Lúkasi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 08. apríl 2014 21:32

lukasSjúkraflutningamenn í Búðardal með aðstoð Lionsklúbbs Búðardals hafa nú hafið söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki til að hafa í sjúkrabíl í Búðardal.

Starfsmenn sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi hafa staðið fyrir sambærilegri söfnun undanfarnar vikur með góðum árangri.

Tæki af þessari gerð hefur hlotið nafnið Lúkas, en þar er verið að vísa í að með notkun þess jafngildir það viðbótarmanni við endurlífgun. Tækið sér algjörlega um hjartahnoð án þess að þreytast eða vera fyrir öðrum við endurlífgunina. Það kæmi því í mjög góðar þarfir hér á okkar svæði þar sem flutningsleiðir eru langar. Þá verður einnig hægt að nýta það á heilsugæslu ef hjartastopp verður þar.

Sjúkraflutningamenn í Búðardal munu nú leita til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrki til kaupa á hjartahnoðtæki og vonast eftir góðum undirtektum. Tækið kostar um tvær og hálfa milljón króna.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 08. apríl 2014 22:46
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is