Laugardagur, 21 Janúar 2017

Tveir bílbrunar í desember Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 30. desember 2016 15:39

bilbrunides2016

Það er sem betur fer ekki daglegt brauð að Slökkvilið Dalabyggðar fái útkall vegna bruna eða umferðarslysa en nú í desembermánuði hefur Slökkviliðið fengið tvö útköll vegna bílbruna.

Annars vegar brann bifreið skammt fyrir utan Búðardal fyrir jólin en þar var á ferðinni Harpa Helgadóttir íbúi í Búðardal en hvorki ökumann né farþega sakaði. Slökkviliði var fljótt á staðinn og slökkti í bifreiðinni en hún mun vera ónýt.

Síðast uppfært: Föstudagur, 30. desember 2016 15:58
Nánar...
 

erps

Lukka og hugmyndavélin gerist í Búðardal Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 19. desember 2016 23:29
LukkaÍ nýútkominni barnabók Lukka og hugmyndavélin fer söguhetjan ásamt fjölskyldu sinni til bæjarins Smáadals.Þar gerast óvæntir atburðir og sumarfríið þar verður spennandi og eftirminnilegt. 

Lukka er uppfinningastelpa og á sér hugmyndavél til að leysa málin.að kemur sér vel og er lykilatriði í lífinu en hvert er sögusviðið ?- hvar er Smáidalur ?
Síðast uppfært: Mánudagur, 19. desember 2016 23:56
Nánar...
 
Skógarstrandarvegur á samgönguáætlun Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 04. október 2016 00:00

skogarstrondslys
Skógarstrandarvegur á samgönguáætlun:
Hinn mikilvægi vegarkafli milli Dalabyggðar og Snæfellsnes er nefnist Skógarstrandarvegur (Snæfellsnesvegur um Skógarströnd nr.54) hefur lengi setið á hakanum þegar kemur að fjárveitingu til viðhalds og uppbyggingar. En nú lítur út fyrir að breyting muni verða á.

Það kemur þó ekki endilega til af góðu en Skógarstrandarvegur hefur undanfarið verið talsvert í fréttum þegar kemur að umferðaróhöppum og slysum sem aðallega má rekja til aukinnar umferðar ferðamanna á svæðinu sem óvanir eru íslenskum holóttum sveitavegum.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 01. nóvember 2016 16:05
Nánar...
 
Flugvél í miklu lágflugi yfir Búðardal Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 02. maí 2016 15:04

13122861 1183061785060535 3919778391981295251 o

Íbúar Búðardals eru ekki vanir mikilli flugumferð í nálægð við þorpið þó stöku sinnum sjáist ein og ein flugvél á sveimi. Síðastliðinn laugardag þann 30.apríl hrukku þó nokkrir íbúar við þegar flugvél var flogið í miklu lágflugi yfir þorpið.

Flugvélinni var flogið til norðurs í átt að verslun Samkaupa við Vesturbraut og má sjá á einni af meðfylgjandi ljósmyndum hvar flugvélin ber við þak Mjólkurstöðvarinnar. Flugvélinni var síðan flogið yfir Auðarskóla í Búðardal og þaðan til vesturs út á Hvammsfjörð. Mun flugvélin síðan hafa sést lenda á flugvellinum á Kambsnesi.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Ingibjörg Jóhannsdóttir.

Árið 2014 fékk vefurinn sendar ljósmyndir sem teknar voru af flugvél í lágflugi við Búðardal en sú flugvél var með heimild til lágflugs vegna selatalninga en ekki er vitað hvort þessi vél var í einhverju sérstöku verkefni með heimild til lágflugs: Sjá gömlu fréttina hér

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 03. maí 2016 07:42
Nánar...
 
Yfir 70% vega í Dalabyggð eru malarvegir (RÚV) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 21. apríl 2016 02:02

Dráttarvélar Sigurbjörns Sigurðssonar á Vígholtsstöðum

Í viðtali við Svein Pálsson sveitarstjóra Dalabyggðar á vef Ríkisútvarpsins kemur fram í frétt þann 19.apríl að yfir 70% vega í Dalabyggð séu malarvegir. 

Þar er þess getið að umferð um Vesturland undanfarin ár hafi aukist og Snæfellsnes og Dalir séu að auka vinsældir sínar sem áfangastaður ferðamanna.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 21. apríl 2016 03:04
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is