Laugardagur, 19 Apríl 2014

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Tilkynningar


Páskabingó í Tjarnarlundi

Árlegt Páskabingó!

 

Hið árlega páskabingó í Tjarnalundi í

Saurbæ verður haldið á laugardaginn 19. apríl klukkan 20:00

Spjaldið kostar 500 krónur.

Sjoppa og posi á staðnum

Nemendafélag Auðarskóla.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 17. apríl 2014 19:01
 

Leifsbúð í Búðardal opnar á ný Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 17. apríl 2014 22:04

leifsbudSíðastliðinn laugardag 12.apríl var opnunarhátíð í Leifsbúð í Búðardal en það voru þær Valdís Gunnarsdóttir og Ásdís Kr.Melsted sem buðu til opnunarinnar en þær eru nýju rekstraraðilar menningar og kaffihússins Leifsbúðar.

Þær Valdís og Ásdís tóku við rekstrinum af Skagfirðingnum Freyju Ólafsdóttur sem meðal annars rak Leifsbúð í fjögur ár en hún hlaut einnig titilinn Dalamaður ársins árið 2012 hér á Búðardalur.is.

Leifsbúð er staðsett við smábátabryggjuna í Búðardal eða við hliðina á gamla sláturhúsinu í Búðardal. Leifsbúð er yfir 100 ára gamalt hús en þar hefur ýmis starfsemi verið í gegnum tíðina en lengst af var þar Kaupfélag Hvammsfjarðar enda húsið ennþá kallað gamla Kaupfélagið af heimafólki.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 17. apríl 2014 23:55
Nánar...
 

erps

Orðlausir yfir veglegri peningagjöf Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 09. apríl 2014 13:35

Kvenfélagskonur, sjúkraflutningamenn og starfsmfólk HVE í Búðardal. | Ljósm: Búðardalur.isEins og greint hefur verið frá hér á vefnum standa sjúkraflutningamenn í Búðardal fyrir söfnun á sjálfvirku hjartahnoðtæki sem nefnist Lúkas.

Umrætt tæki kostar í innkaupum um tvær og hálfa milljón króna. Söfnunin er nýlega hafin en hún er gerð með aðstoð Lionsklúbbs Búðardals sem heldur utan um fjárframlög til söfnunarinnar.  

Það var svo í gær að kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Fjóla í Miðdölum óskuðu eftir því að fá að hitta sjúkraflutningamenn í Búðardal í hádeginu í dag.

Kvenfélagskonur mættu síðan á Heilsugæslustöðina klukkan tólf og afhentu þær fulltrúum sjúkraflutningamanna veglega peningagjöf til söfnunarinnar.

Upphæðin sem Kvenfélagið Fjóla gaf er ein milljón og fimmhundruð þúsund krónur og er þetta stærsta einstaka peningagjöfin sem Fjóla hefur gefið frá upphafi.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 09. apríl 2014 17:12
Nánar...
 
Sjúkraflutningamenn í Búðardal safna fyrir Lúkasi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 08. apríl 2014 21:32

lukasSjúkraflutningamenn í Búðardal með aðstoð Lionsklúbbs Búðardals hafa nú hafið söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðtæki til að hafa í sjúkrabíl í Búðardal.

Starfsmenn sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi hafa staðið fyrir sambærilegri söfnun undanfarnar vikur með góðum árangri.

Tæki af þessari gerð hefur hlotið nafnið Lúkas, en þar er verið að vísa í að með notkun þess jafngildir það viðbótarmanni við endurlífgun. Tækið sér algjörlega um hjartahnoð án þess að þreytast eða vera fyrir öðrum við endurlífgunina. Það kæmi því í mjög góðar þarfir hér á okkar svæði þar sem flutningsleiðir eru langar. Þá verður einnig hægt að nýta það á heilsugæslu ef hjartastopp verður þar.

Sjúkraflutningamenn í Búðardal munu nú leita til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrki til kaupa á hjartahnoðtæki og vonast eftir góðum undirtektum. Tækið kostar um tvær og hálfa milljón króna.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 08. apríl 2014 22:46
Nánar...
 
Minkur í bæjarferð (myndband) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 02. apríl 2014 22:49

Minkurinn sem var á ferðinni í Búðardal | Ljósm: Búðardalur.isMinkur sást á ferðinni í skurði rétt fyrir neðan leiksvæðið við Auðarskóla í Búðardal í gær.

Minkurinn kom hoppandi eftir Borgarbraut í Búðardal og skellti sér svo ofan í skurðinn sem um ræðir.

Að sögn starfsmanna Sæfrosts sem staðsettir eru í gamla sláturhúsinu í Búðardal hefur ekki sést minkur þar í kring í nokkuð langan tíma.

Hér er þó staðfesting á því að þessi óboðni gestur er á sveimi í Búðardal.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 02. apríl 2014 22:56
Nánar...
 
Íbúafundur að Hótel Vogi - myndskeið Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 02. apríl 2014 10:33

traustiMánudaginn 24.mars síðastliðinn fór fram íbúafundur að Hótel Vogi á Fellsströnd. Það var Trausti V.Bjarnason bóndi á Á í samstarfi við Guðmund Halldórsson eiganda Hótel Vogs sem boðuðu til fundarinns.

Fundarefnið var samgöngumál, raforkumál og fjarskiptamál. 

Á fundinn mættu tæplega 100 manns en 93 aðilar skrifuðu nöfn sín í fundargerðarbók.  Fundarstjóri var Þórólfur Halldórsson sýslumaður í Keflavík og fundarritari var Sigrún Halldórsdóttir.

Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru Trausti V.Bjarnason frummælandi, Jónas Guðmundsson frá Rarik í Búðardal, Guðmundur Halldórsson hóteleigandi, Guðmundur Gunnarsson sérfræðingur í fjarskiptamálum, Magnús V.Jóhannsson frá Vegagerðinni, Sæmundur Kristjánsson frá Vegagerðinni í Búðardal, Björn Sverrisson frá Rarik, Haraldur Benediktsson alþingismaður, Einar K.Guðfinnsson alþingismaður og forseti Alþingis, Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingismaður, Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður, Jóhannes Haukur Hauksson oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar ásamt fleirum. 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 02. apríl 2014 11:20
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is