Þriðjudagur, 9 Febrúar 2016

Útkall hjá Björgunarsveitinni Ósk í kvöld Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 04. febrúar 2016 23:58

12647486 222909778048563 6272182131149154443 n

Björgunarsveitin Ósk í Dalabyggð fékk útkall í kvöld vegna konu sem sat föst í bíl sínum móts við bæinn Túngarð í Flekkudal á Fellsströnd.

Að sögn björgunarsveitarmanna var bifreiðin í raun ekki föst heldur sá konan ekki út úr bílnum sökum lélegs skyggnis og vissi þar af leiðandi ekki hvar hún var.

Konunni var komið til bjargar, snúið við og komið í skjól.

Að sögn björgunarsveitarmanns hvar mikill bylur í Dölum í kvöld og skyggni nánast ekkert á köflum. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar af Sigurði Bjarna Gilbertssyni og Viðari Þór Ólafssyni björgunarsveitarmönnum.

Síðast uppfært: Föstudagur, 05. febrúar 2016 00:14
Nánar...
 

erps

Engin lögregla í Dölum þegar brann í Saurbæ Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 01. febrúar 2016 19:52

20140802 131640

Töluvert hefur verið rætt um viðbrögð lögreglu í Borgarfirði og Dölum eftir atburði helgarinnar. Engin lögregla var í Dölum þegar eldur kom upp á Hótel Ljósalandi í Saurbæ ef marka má vef Ríkisútvarpsins í dag en þar var slegið upp fyrirsögninni "Engin lögregla í Búðardal þegar brann" .

Þar er rætt um að lögreglan hafi ekki verið komin á staðinn þegar tilkynnt hafi verið um umræddan eld þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um ólæti við hótelið hálftíma fyrr. Ástæðan sé sú að lögreglan á Vesturlandi komi úr Borgarnesi yfir í Dali sem sé um klukkutíma akstur. Þó sé lögreglan með starfsstöð í Búðardal, sem sé í um 20 mínútna akstursfjarlægð, en hún hafi ekki verið mönnuð þessa nótt. Þetta kemur fram eins og fyrr segir á vef RÚV.

Síðast uppfært: Mánudagur, 01. febrúar 2016 20:23
Nánar...
 
Hótel Ljósaland við Skriðuland í Saurbæ brann í nótt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 31. janúar 2016 12:56

skriduland2

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum ásamt slökkviliði Dalabyggðar, Reykhóla og Hólmavíkur voru kölluð til að Hótel Ljósalandi við Skriðuland í Saurbæ í nótt vegna elds í hótelinu. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpssins ruv.is í dag.

Þar kemur einnig fram að lögregla hafi fyrst verið kölluð á staðinn vegna tilkynningar um mann sem gengi berserksgang við hótelið en í framhaldi af því hafi verið tilkynnt um eld í hótelinu og þá hafi slökkvilið verið ræst út.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 31. janúar 2016 13:32
Nánar...
 
Hlöðver Ingi Gunnarsson nýr skólastjóri Auðarskóla Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Föstudagur, 29. janúar 2016 07:44

hlodveringiaudarskoli-630x473
Samsett mynd. Mynd Hlöðvers Inga fengi af Facebook síðu hans.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að ráða Hlöðver Inga Gunnarsson sem skólastjóra Auðarskóla en staðan var auglýst laus til umsóknar seint á síðasta ári.

Hlöðver Ingi mun taka til starfa í lok þessa skólaárs. Þetta kemur fram á vef Dalabyggðar, dalir.is.

Hlöðver Ingi hefur verið deildarstjóri Varmalandsdeildar Grunnskóla Borgarfjarðar frá 2012 og er í vetur settur skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.

Fimm sóttust eftir stöðunni en þeir eru:

Síðast uppfært: Föstudagur, 29. janúar 2016 10:07
Nánar...
 
Sæmundur 60 ára í dag og niðurgreiðir aðgangseyri á þorrablót Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 23. janúar 2016 00:00

samjohSæmundur G. Jóhannsson frá Ási í Laxárdal sem var fyrstur þeirra sem lét Búðardalur.is í hendur gamlar ljósmyndir til að birta á vefnum þegar vefurinn tók til starfa árið 2010 heldur uppá 60 ára afmæli sitt í dag 23.janúar 2016.

Sæmundur hefur ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi á afmælisdaginn en í kvöld fer einnig fram 62.þorrablót Laxdæla sem haldið er í félagsheimilinu Dalabúð í  Búðardal. Sæmundur hefur ákveðið í tilefni af afmæli sínu að greiða niður aðgangseyri um helming fyrir hvern þann sem kemur á þorrablótið og gefa þannig til samfélagsins.

Sæmundur segir það hafa verið ákveðið fyrir margt löngu að halda uppá áfangann og því hefði það verið auðveld ákvörðun að slá afmælisveislunni saman við þorrablótið og fagna þannig áfanganum með fjölskyldunni, ættingjum, vinum og samferðamönnum.

Ásamt dóttur sinni, Kolbrúnu Rut, foreldrum sínum og systkinum mun Sæmundur sitja til borðs og fagna með  vinum og kunningjum úr samfélagi Dalanna sem mæta munu á þorrablótið.

Þess má geta að fyrir þorrablótið býður Sæmundur ættingjum, vinum og kunningjum uppá fordrykk milli klukkan 18:00 og 19:30 í Dalakoti.

Ljósmyndirnar sem Sæmundur deildi fyrstur manna með Dalamönnum hér á síðunni má finna hér.

Þá má einnig finna hér fyrir neðan tvö myndbönd sem gerð voru fyrir þorrablót Laxdæla árið 2013 en þá sat Sæmundur í þorrablótsnefnd.

Síðast uppfært: Laugardagur, 23. janúar 2016 00:45
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is