Þriðjudagur, 21 Október 2014

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Frábært viðtal við Ragnar Þorsteinsson kennara Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 09. október 2014 00:00

Ragnar ÞorsteinssonHér er á ferðinni frábært viðtal við Ragnar Þorsteinsson kennara, en Ragnar fæddist í Ljárskógarseli í Laxárdal. Ragnar bjó um tíma í Þrándarkoti og var vetrarmaður hjá Sigurði Hólm Sæmundssyni bónda í Gröf. Ragnar var um árabil kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði.

Viðtalið við Ragnar tekur Sæmundur Þorsteinsson sem einnig tengist Dölunum. Viðtalið fór fram árið 1996 í myndveri sem þá var uppi í Hamraborg í Kópavogi og bar nafnið Hamarinn.

Búðardalur.is þakkar Þóri Steingrímssyni fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni kærlega fyrir að fá að birta viðtalið við Ragnar en Þórir á veg og vanda af því að birta þetta viðtal sem hann sá um upptöku á árið 1996.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 09. október 2014 20:55
Nánar...
 

erps

Ljárskógarétt í dag (myndband). Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 13. september 2014 23:37

Ljárskógaréttir 2014 | Ljósm: Búðardalur.isHaustið er skollið á af öllum sínum þunga og þá taka við öll þau verkefni sem því tengist.

Bændur um land allt halda nú til fjalla í leit að sauðfé sínu sem dvalið hefur í góðu yfirlæti á fjöllum í sumar.

Réttað var á þremur stöðum í Dölum í dag, í Tungurétt á Fellsströnd, Kirkjufellsrétt í Haukadal og í Ljárskógarétt í Laxárdal en meðfylgjandi myndband var einmitt tekið upp í Ljárskógarétt í dag.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 14. september 2014 00:36
Nánar...
 
Fjölbragðasýning Hymnodiu í Búðardal Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 11. september 2014 21:18

Hymnodia - Ljósmynd Daníel Starrason

 

 

Uppátækjum Kammerkórsins Hymnodiu frá Akureyri eru engin takmörk sett. 

 

Nú ætlar kórinn að heimsækja æskuslóðir kórstjórans, Eyþórs Inga, með fjölbragðadagskrá. Kórinn syngur, spilar á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri, hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans ef vel liggur á. Brjálaði barítóninn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, 

tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram. 

 

Meðal hljóðfæra sem kórinn notar eru: 

Gömul og beygluð bárujárnsplata, tekin af gömlum útihúsum í Eyjafjarðarsveit.

Hertrompet sem fannst á götumarkaði í Frakklandi

Strákústur Sveins kirkjuvarðar í Akureyrarkirkju

Blómavasar og vínflöskur

Þurrkuð ávaxtahýði frá Tyrklandi

Blásturshljóðfæri eins og sauðaleggjaflautur, piccolo, tinflauta, orgelpípur og ocarina

Strengjahljóðfærin psaltari, dulcimer, strumstick, charango, fiðla, gítar, bouzouki og rafbassi

 

Allskonar slagverkshljóðfæri. Græjutaska kórstjórans.

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 11. september 2014 21:39
Nánar...
 
Allt er fertugum fært Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 09. september 2014 13:32

skjoldur2014Í smáum samfélögum í dreifðum byggðum landsins gegna einstaklingar oft mörgum hlutverkum og er það hið eðlilegasta mál.

Dalabyggð er eitt af þessum smáu samfélögum en þar eru margir einstaklingar sem gegna mörgum hlutverkum í dagsins önn.

Einn af þessum virku einstaklingum í Dalabyggð er Skjöldur Orri Skjaldarson kennari við Auðarskóla. Fyrir utan það að kenna við Auðarskóla er Skjöldur sjúkraflutningamaður, héraðslögreglumaður, hestamaður, söngvari og leikari svo eitthvað sé týnt til.

Skjöldur er fæddur þann 9.september 1974 og er hann því fertugur í dag. Skjöldur er fjölskyldumaður en hann er giftur Carolin Baare Schmidt frá Þýskalandi og eiga þau saman fjögur börn.

Við hittum Skjöld nú á dögunum og spjölluðum meðal annars við hann um þau störf sem hann sinnir hér í Dölum.

Allt er fertugum fært eins og segir í máltækinu og óskum Skildi Orra innilega til hamingju með fertugsafmælið.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 09. september 2014 13:53
Nánar...
 
Selatalningar úr lofti við Búðardal Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 03. september 2014 00:24

selur11Búðardalur.is fékk sendar á dögunum ljósmyndir sem teknar voru á farsíma í Búðardal þann 28.ágúst síðastliðinn.

Á ljósmyndunum má sjá hvar flugvél er flogið óvenjulega lágt við strandlengjuna framhjá þorpinu í Búðardal frá suðri til norðurs. 

Einhverjir hefðu kunnað að halda að flugmaðurinn væri að brjóta reglur um flughæð en svo var ekki.

Við eftirgrennslan kom í ljós að umrædd flugvél var með heimild til lágflugs á þessum slóðum vegna selatalningar.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 03. september 2014 00:41
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is