Laugardagur, 20 Desember 2014

 
Sami ættliðurinn með umboð Brunabótafélagsins / VÍS í 82 ár Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 15. desember 2014 23:39

sami aettlidur vis

Allt frá árinu 1932 til dagsins í dag eða í 82 ár hefur sami ættliðurinn verið með umboðið fyrir Brunabótafélag Íslands ,sem síðar varð Vátryggingarfélag Íslands, í Dölum.

Á árabilinu 1932 til 1954 var Jóhannes Benediktsson (f.31.10.1884 - d.03.03.1954) bóndi á Saurum í Laxárdal með umboðið fyrir Brunabótafélagið eða allt til dauðadags. Þá tók við umboðinu sonur Jóhannesar, Benedikt Jóhannesson (f.04.01.1914 - d.25.10.1983), Benedikt eða Benni á Saurum eins og flestir þekktu hann var með umboðið frá árinu 1954 til ársins 1983 er hann lést.

Þá tók við umboðinu dóttir Benedikts, Melkorka Benediktsdóttir á Vígholtsstöðum í Laxárdal. Melkorka sinnti fyrst um sinn umboðsstörfum frá heimili sínu en þegar ráðist var í byggingu stjórnsýsluhússins í Búðardal tók Brunabótafélag Íslands þátt í byggingunni og átti hlut í henni.

Þann 26.febrúar 1988 var Stjórnsýsluhúsið vígt og flutti Melkorka skrifstofu sína þangað og var þar til ársins 2006 þegar hún flutti sig yfir í húsnæði Arionbanka í Búðardal.

Síðast uppfært: Þriðjudagur, 16. desember 2014 00:12
Nánar...
 

erps

Þrjár kindur fundust í Skeggjadal í Dölum í dag Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 15. desember 2014 23:00

Kindurnar á kafi í snjó í Skeggjadal | Ljósm: SkerðingarnirÞrjár kindur fundust inni í Skeggjadal í Hvammssveit í Dölum í dag. Það var Halldór bóndi í Rauðbarðaholti í Hvammssveit sem fann kindurnar.

Í samtali við Halldór sagðist hann hafa farið inn Skeggjadal í þeim tilgangi að athuga hvort hann sæi nokkrar eftirlegukindur og eftir atvikum koma þeim í hús fyrir harðasta veturinn.

Halldór segist þá hafa séð umrædda kind ásamt lömbunum tveimur. Hann hafi getað nálgast þær það mikið að hann hafi séð að kindurnar tilheyrðu Hólum í Hvammssveit.

Halldór sagðist ekki hafa getað komið kindunum sjálfur til byggða sökum ófærðar og sökum þess hversu klakabrynjaðar kindurnar voru, og því hafi hann haft samband við Hjalta í Hólum og látið hann vita hvar kindurnar væru.

Úr varð að nágrannarnir Hjalti Kristjánsson bóndi í Hólum og Jón Egill Jóhannsson bóndi á Skerðingsstöðum í Hvammssveit fóru á vélsleðum til þess að sækja kindurnar.

Um var að ræða tvílembu í eigu Hjalta bónda í Hólum en kindin og lömb hennar voru komin lengst inn í Skeggjadal sem fyrr segir, nánast upp undir Skeggöxl sem er 815m á hæð.

Kindurnar voru nokkuð vel á sig komnar en þó nokkuð þungar af klaka og snjó enda búnar að vera úti í hríðarveðrinu undanfarið.

Meðfylgjandi ljósmyndir tóku þau Jón Egill og Bjargey, bændur á Skerðingsstöðum.

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 17. desember 2014 02:15
Nánar...
 
Limur frá Leiðólfsstöðum styrkir Mæðrastyrksnefnd Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 14. desember 2014 12:32

limur-fra-leidolfsstodumÁrið 2009 var stofnað félag sem ber heitið Skemmti- og ræktunarfélagið Limur, en félagið telur í dag um 70 félagsmenn.

Í 2.gr í lögum félagsins segir: Félagið er skemmtifélag skemmtilegra hestamanna um stóðhestinn Lim frá Leiðólfsstöðum. Aðal tilgangur félagsins er að hafa gaman saman og gera félagið að eftirsóttasta félagsskap í Íslandshestaheiminum. Einnig að koma Lim til æðstu metorða í viðskiptaheimi stóðhestanna.

Á heimasíðu félagsins segir að nafngift folans sé tilkomin vegna þess að hann hafi alltaf borið af jafnöldrum sínum í limaburði, hágengur og mjúkur.

Það orð fer af félagsmönnum í Lim að þeir séu manna gjafmildastir en nú hefur félagið ákveðið að styrkja Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin.  Í frétt frá 12.12.2014 á vefsíðu félagsins segir að reyndar hafi önnur stofnun sem bjargað hefur mörgum hestamanninum komið til greina sem styrkþegi en það mun vera SÁÁ. En Mæðrastyrksnefnd varð fyrir valinu og mun fá 300.000 krónur frá félaginu fyrir jólin.

Göfugt og fallegt af félagsmönnum Lims og öðrum til eftirbreytni fyrir jólin.

Hér fyrir neðan má finna vefsíðu félagsins ásamt myndbandi af Lim frá Leiðólfsstöðum.

Síðast uppfært: Sunnudagur, 14. desember 2014 12:58
Nánar...
 
Myndbönd af óveðrinu í Dölum vekja athygli Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 10. desember 2014 21:48

rebba-holar-ovedurStórhríð var í Dölum í dag og var öllu skólahaldi í Auðarskóla aflýst sökum veðursins en einnig var mikil ófærð. Vegir lokuðust víða, meðal annars á Bröttubrekku, Laxárdalsheiði og á Svínadal.

Rebecca Ostenfeld bóndi í Hólum í Hvammssveit ákvað að taka veðurofsann upp á myndband í morgun og sendi hún myndbandið til mbl.is.

Segja má að myndband Rebeccu hafi hitt í mark hjá lesendum mbl.is en fréttin með myndbandi hennar sem ber fyrirsögnina "Sturlaður stormur í Dalasýslu" er mest lesna almenna fréttin á vefnum nú kl.22:00.

Myndbönd Rebeccu birtust einnig á vefnum Vísir.is

Myndbönd Rebeccu má sjá hér fyrir neðan.

 

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 10. desember 2014 22:52
Nánar...
 
Varasamur vegarkafli heyrir sögunni til Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Miðvikudagur, 26. nóvember 2014 16:20
Fellsendi. Sauðafell í baksýn. Ljósm: Pétur ÁstvaldssonÞað er ekki mikið um vegagerð eða samgöngubætur í Dölum þessi misserin - frekar en víðast annars staðar á landinu. Það ber þó að fagna því sem gert er,og ótvírætt bætir vegakerfið og gerir öruggara.
 
Hér er átt við breytt vegarstæði og bygging tvíbreiðrar brúar yfir Reykjadalsá niður undan Fellsenda í Suður-Dölum. Þetta er snoturt mannvirki sem haganlega er fellt inní umhverfið. Verkið er unnið af fyrirtækinu Borgarverki.

Fullyrða má að allir sem þarna hafa farið um í áranna rás eru þvi fegnir að gamla einbreiða brúin með krappri beygju nánast við norðurenda brúarinnar er ekki lengur til staðar og leiðin orðin bein og greið. Vel að verki staðið. Brúin yfir Haukadalsá er næst.
 
Umferð um Dali hefur aukist gríðarlega eftir að vegurinn um Þröskulda norðan Gilsfjarðar kom til sögunnar fyrir nokkru árum. Kemur líka fleira til í seinni tíð. Þverun Gilsfjarðar og brú, uppbygging vegar um Svínadal, endurgerð vegar yfir Bröttubrekku o.fl. o.fl. Fjöldi ferða- manna hefur líka margfaldast og ferðamannatíminn lengst til muna. Aukið álag á vegina segir auðvitað til sín og áframhaldandi  samgöngubætur í formi viðhalds og nýframkvæmda því lífsnauðsynleg.

Útrýming einbreiðra brúa er þar ofarlega á blaði.
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 26. nóvember 2014 16:51
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is