Mánudagur, 31 Ágúst 2015

  • dalabladid_forsida.png
  • frettir_forsida.png
  • husflutt_forsida.png
  • land_mins_fodur_f.png
  • media_forsida.png
  • vidhvammsfjord_bjossi_gudm.png
Vefmyndavélin í Búðardal komin í lag Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 27. ágúst 2015 14:48

vefm

Líkt og margir hafa tekið eftir hefur vefmyndavélin okkar í Búðardal legið niðri í nokkurn tíma.

Ástæðan var bilun í tengingu sem nú hefur verið lagfærð.

Kíktu í vefmyndavélina hér.

Síðast uppfært: Föstudagur, 28. ágúst 2015 17:30
 

erps

Réttardagar í Dölum haustið 2015 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 27. ágúst 2015 12:14

rettir2015

Brekkurétt í Saurbæ - sunnudaginn 20.september kl.11:00

Fellsendarétt í Miðdölum - sunnudagana 13. og 27.september kl.14:00

Flekkudalsrétt á Fellsströnd - laugardaginn 19.september og laugardaginn 3.október

Gillastaðarétt í Laxárdal - sunnudaginn 20.september kl.12:00

Hólmarétt í Hörðudal - sunnudagana 27.september og 4.október kl.10:00

Kirkjufellsrétt í Haukadal - laugardagana 12. og 26.september

Ljárskógarétt í Laxárdal - laugardaginn 12.september

Ósrétt á Skógarströnd - föstudaginn 2.október kl.10:00

Skarðsrétt á Skarðsströnd - sunnudaginn 20.september kl.11:00

Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit - sunnudaginn 20.september kl.11:00

Tungurétt á Fellsströnd - laugardaginn 12.september og föstudaginn 18.september

Vörðufellsrétt á Skógarströnd - laugardaginn 19.september kl.13:00 og 11.október

Sjá má myndband frá Ljárskógarétt í fyrra hér fyrir neðan

Síðast uppfært: Laugardagur, 29. ágúst 2015 21:13
Nánar...
 
Veiðileyfi í Ljárskógavötn Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 22. ágúst 2015 11:34

ljarskogavotnAllflestir veiðimenn þekka Ljárskógavötn í Dölum en það eru vötnin Krossaxlarvatn, Fremstavatn, Miðvatn og Neðstavatn.

Neðstavatn er í 142 m hæð yfir sjó og 0,48km² , Miðvatn er í 165 m hæð yfir sjó og 0,36km² . Fremstavatn er minnst en stutt er á milli vatnanna sem Þverá tengir og rennur síðast úr Neðstavatni í Fáskrúð.

Veiðin í vötnunum er urriði og bleikja og fiskurinn er vænn. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður í vötnin. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 150 km um Hvalfjarðargöng og um 29 km frá Búðardal. 

Veiðileyfi eru seld í vötnin í verslun Samkaupa í Búðardal en þar er einnig hægt að fá kort af svæðinu.

 
Andlát: Guðríður Guðbrandsdóttir Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 27. júní 2015 01:54

Dalakonan Guðríður Guðbrandsdóttir, sem hefur verið elst núlifandi Íslendinga síðan í ágúst árið 2011, lést að morgni 25.júní síðastliðinn, 109 ára og 33 daga gömul.

Þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri líkt og Guðríður. Guðríður var ein ellefu systkina og var sjötta í systkinaröðinni. 

Guðríður var fædd að Spágilsstöðum í Laxárdal og bjó um áratugaskeið í Búðardal eða til þrítugs, en þá hún flutti til Reykjavíkur.

Foreldrar Guðríðar voru Guðbrandur Jónsson bóndi og Sigríður Margrét Sigurbjörnsdóttir. Guðríður var sjötta í röðinni í hópi 11 systkyna.

Eiginmaður Guðríðar var Þorsteinn Jóhannsson verslunarmaður en árið 1952 fluttust þau úr Búðardal suður til höfuðborgarinnar.
Síðast uppfært: Laugardagur, 27. júní 2015 03:03
Nánar...
 
Pétur Jóhann ánægður með viðtökurnar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 15. júní 2015 02:37

peturjohann

Pétur Jóhann Sigfússon kom með sýingu sýna Pétur Jóhann óheflaður í Búðardal þann 11.júní síðastliðinn.

Dalamenn fjölmenntu á sýningu Péturs sem upphaflega átti að vera í Dalakoti en var færð yfir í Dalabúð vegna fjölda gesta en um það bil 90 gestir komu og sáu Pétur jóhann óheflaðann.

Við tókum Pétur tali rétt eftir að hann steig niður af sviðinu í Dalabúð.

Síðast uppfært: Mánudagur, 15. júní 2015 02:41
Nánar...
 

 Búðardalur.is - Menningarmiðja Dalanna © 2013 | Sími: 899 1976 | Tölvupóstur: budardalur@budardalur.is